top of page
Framtíðarsýn Kórdrengja

Kórdrengir er ungt íþróttafélag sem hefur ávalt sett stefnuna hátt. Markmið félagsins er að skapa sér fasta stöðu innan knattspyrnuhreyfingarinnar og vera viðurkennt sem hvert annað félag innan ÍBR. Metnaður Kórdrengja liggur ekki eingöngu í meistaraflokksstarfi heldur er mikill vilji til þess að stækka og styðja við börn og unglinga og hvetja til aukinnar knattspyrnu þátttöku meðal þeirra.

Kórdrengir hafa gert tengslasamning við Ungmennafélagið á Kjalanesi þar sem Kórdrengir munu styrkja og efla yngri flokka starf, bæði með tæknilegum og fjárhagslegum stuðningi. Þetta er í fyrsta sinn sem Kórdrengir styðja við slíkt starf og leggur knattspyrnufélagið áherslu að styðja við velferð barna. UMFK og Kórdrengir munu í sameiningu leggja árherslu á að auka þátttöku barna á Kjalarnesi í knattspyrnu, efla starfið sem þar er, sem og að bæta aðstöðuna.

Ef rétt er haldið á spilunum mun góður árangur nást og auðveldara er fyrir Kórdrengi og UMFK að viðhalda markvissu og árangursríku starfi hjá komandi kynslóðum á Kjalarnesi.

 

Markvisst uppbyggingarstarf þar sem allir stefna að sama markmiði er gott veganesti inn í framtíðina sem á að skila sterkara og öflugra félagi bæði stjórnunarlega og íþróttalega.

700w.jpg
bottom of page