top of page
Lög Kórdrengja

1.gr.
Kórdrengir. Heimili félagsins er í Reykjavík.

 

2.gr.

Tilgangur félagsins er að iðka knattspyrnu og þróa félagið í átt að hærra markmiði.

 

3.gr.

Félagi getur hver sá orðið, sem þess æskir.
Úrsögn úr félaginu skal tilkynna skriflega aðalstjórn.

 

4.gr.

Stjórn félagsins fer með æðsta vald í ákvörðunartökum og málefnum félagsins. Aðalfundur félagsins skal haldinn í marsmánuði ár hvert. Boð á fund verður með 2 vikna fyrirvara og bæði sent út á facebook síðu félagsins ásamt e-mail bréfi. Dagskrá fundarins kemur fyrir í bréfinu. Málefni sem meðlimir félagsins vilja leggja fyrir stjórn skuli hafa borist viku fyrir dagsetningu fundar. Mál sem berast eftir að sá frestur er liðinn verða ekki tekin fyrir nema 3/5  fundarmanna samþykki það.

 

Dagskrá Aðalfundar:

1. Fundarsetning

​​2. Kosið um fundarstjóra & fundarritara

​​3. Ársskýrsla stjórnar lögð fram fyrir liðið starfsár og umræður teknar um árið.

​​4. Ársreikningar lagðir fram, umræður og atkvæðagreiðslur fara fram.

​​5. Nefndir gefa skýrslur og umræður um þær.

​​6. Fjárhagsáætlun næsta starfsárs lögð fram.

​​7. Kosning fastra nefnda innan félagsins.

​​8. Lagabreytingar ef fyrir liggja.

​​9. Kosin stjórn:

​​​​            a) kosinn formaður

​​​​            b) kosnir fjórir aðalstjórnarmenn
​​​​            c) kosinn skoðunarmaður og annar til vara

​​10. Aðrar tillögur sem borist hafa til stjórnar.

​​11. Önnur mál.

​​12. Fundarslit

 

Á aðalfundi fer hver félagi með eitt atkvæði og ræður einfaldur meirihluti úrslitum, nema varðandi lagabreytingar innan félagsins. Þá þarf samþykki 2/3 atkvæðisbærra fundarmanna til að breytingar nái fram að ganga. Aðalfundur er aðeins löglegur sé fundurinn löglega boðaður.

5.gr.

Stjórn félagsins getur boðið til aukaaðalfundar ef um nauðsyn er að ræða eða 60% félagsmanna bera fram skriflega ósk um það. Sömu reglur gilda til aukaaðalfundar og aðalfundar. Skuldlausir félagsmenn hafa rétt til fundarsetu. Dagskrá aukaaðalfundar:

1. Fundarsetning.

2. Kosnir fundarstjóri og fundarritari

3. Tekin til meðferðar þau mál sem gáfu tilefni til boðun fundar og tilkynnt voru í fundarboði.

4. Fundarslit.

 

6.gr.

Reikningsár félagsins er almanaksárið. Ársreikningar skulu komnir til skoðunar ekki seinna en 14 dögum fyrir aðalfund.  

 

7.gr.

Stjórn félagsins fer með yfirstjórn þess á milli aðalfunda. Hana skipa formaður, kosinn á aðalfundi, og fjórir meðstjórnendur, allir kosnir á aðalfundi. Stjórnin skiptir með sér verkum að loknum aðalfundi: varaformaður, ritari, gjaldkeri og meðstjórnandi. Stjórnarfundi skal halda a.m.k. mánaðarlega og boðar formaður til þeirra.

 

8.gr.

Tillögu um að leggja félagið niður verður að leggja fyrir á lögmætum aðalfundi og skal tillagan send félagsmönnum með fundarboðinu. Til að slík tillaga nái fram að ganga þarf helmingur félagsmanna að sitja fundinn og 2/3 þeirra að samþykkja tillöguna. Komi ekki svo margir til fundarins, skal boða til nýs fundar með tveggja vikna fyrirvara og skal hann haldinn innan fjögurra vikna og er sá fundur ályktunarhæfur án tillits til fjölda fundarmanna. Ef til slita félagsins kemur þá skuli allar eignir þess renna til KSÍ.

 

9.gr.

Lögum þessum verður ekki breytt nema á reglulegum aðalfundi félagsins og þá með samþykki 2/3 atkvæðisbærra fundarmanna.

 

10.gr.

Lög þessi og síðari breytingar á þeim öðlast gildi þegar framkvæmdastjórnir ÍBR og ÍSÍ hafa staðfest þau/þær, sbr. lög ÍBR og ÍSÍ.

bottom of page