- kolbrun6
Kórdrengir semja við Leikni
Kórdrengir og Íþróttafélagið Leiknir skrifuðu í dag undir samning um að æfingaraðstaða og heimavöllur Kórdrengja verður á gervigrasi Leiknis keppnistímabilið 2021.
Kórdrengir eru virkilega þakklátir Leikni fyrir viljann til að taka á móti okkur og okkar stuðningsmönnum.
Kórdrengir munu eins og vanalega búa til skemmtilega stemmningu í kringum völlinn á okkar heimaleikjum og hlökkum við mikið til þess að keppnistímabilið hefjist. Reist verður stúka norðanmegin við völlinn fyrir 400 manns og verður vonandi nóg pláss fyrir alla.

Mynd: Davíð Smári, þjálfari Kórdrengja og Stefán Páll framkvæmdarstjóri Leiknis.