Saga Kórdrengja

Íþróttafélagið Kórdrengir hefur verið starfrækt frá árinu 2007 en spiluðu í fyrsta sinn í deildarkeppni KSÍ árið 2017. Félagið rekur knattspyrnudeild sem mun leika í 1. deild í fyrsta skipti í sögu félagsins árið 2021 og hefur liðið því afrekað að spila í þremur deildum á fjórum árum. 

Á sínu fyrsta ári í deildarkeppni KSÍ fór liðið alla leið í úrslitakeppni það ár og duttu út með sæmd, aðeins einu marki frá því að fara upp um deild. Ári seinna, árið 2018, gerði liðið enn betur og náði að spila sig upp í 3. deild. Kórdrengir sigruðu 3. deildina árið 2019 og sigruðu svo 2. deild ári seinna árið 2020.