top of page

Verndum börn gegn ofbeldi

Hvaða barn sem er getur orðið fyrir ofbeldi. Öll börn eiga rétt á að vera vernduð gegn ofbeldi. Samt er það því miður svo að ekki er hægt að koma í veg fyrir allt ofbeldi. En mikilvægt er að gera allt sem unnt er til að vernda börn gegn því að verða fyrir slíkri reynslu.

Ofbeldi getur verið líkamlegt, andlegt og kynferðislegt. Refsingar og einelti eru líka ofbeldi. Um líkamlegt ofbeldi er að ræða þegar einstaklingur er meiddur viljandi. Dæmi um andlegt ofbeldi er þegar talað er niður til einhvers eða sett út á orð, athafnir eða útlit. Kynferðislegt ofbeldi getur verið allt frá kynferðislegu- eða klámfengnu tali, myndbirtingum, snertingum og til nauðgunar. Það að búa við ofbeldi á heimili er líka ofbeldi.

Öllum er skylt að tilkynna grun um ofbeldi gegn barni til barnaverndarnefndar í því sveitarfélagi sem barnið býr eða í 112 utan dagvinnutíma. Börn geta sjálf tilkynnt um ofbeldi gegn sér til barnaverndar og eiga þau þá að fá stuðning og hjálp. Kórdrengir fræða starfsmenn sína um tilkynningaferli: hvort sem ofbeldi á sér stað utan eða innan félagsins. 

Kórdrengir beinir iðkendum, foreldrum og öðrum að kynna sér heimasíðu Barnaheilla, þar má finna allt um verndun og velferð barna og þar má einnig nálgast Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Linkur á síðuna Barnaheill.is

Linkur á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna Barnasattmali.is 

Hér er hægt að nálgast bækling frá ÍSÍ um Forvarnir gegn kynferðisofbelid á börnum og unglingum í íþróttum.

bottom of page